Kæru viðskiptavinir.
Vegna áframhaldandi samkomutakmarkanna, sem tóku gildi 20. október, mun opnun Norræna hússins áfram takmarkast við Hvelfinguna. MATR verður því lokað til 10. nóvember.
Kveðja, stafsfólk MATR

MATR er huggulegt og fjölskylduvænt kaffihús í Norræna húsinu sem rekið er af Árna Ólafi Jónssyni, kokki og sjónvarpsmanni, sem margir kannast við úr matarþáttunum Hið blómlega bú. MATR er tilvalinn staður til að fá sér ljúfa hressingu, kaffisopa, glugga í blöðin og njóta um leið alls þess sem Norræna húsið hefur upp á að bjóða. Á neðri hæð hússins er til að mynda eitt flottasta barnabókasafn landsins sem er vinsælt meðal yngri kynslóðarinnar.

COVID-19

Meðan á fjöldatakmörkunum stendur höfum við fækkað borðum í rýminu. Við pössum upp á eins metra regluna og að sprittið sé aldrei langt undan.